Jólaævintýri Gloríu

4. bekkur Snælandsskóla ásamt 4. bekk Salaskóla tók þátt í skemmtilegu samvinnuverkefni Bókasafns Kópavogs undir stjórn umsjónarkennara og kennara á skólasafni. Krakkarnir sendu inn tillögur að jólasögu sem rithöfundurinn Eygló Jóndóttir vann úr. Hún skrifaði jólasögu í 24 köflum upp úr hugmyndum barnanna og nemendur myndskreyttu söguna og eru þeir því meðhöfundar sögunnar.

Sagan ber heitið  Jólaævintýri Gloríu og hefur bókin verið gefin út og var útgáfuhóf á Bókasafni Kópavogs í gær 27. nóvember. Þangað var öllum boðið sem tóku þátt í verkefninu og mætti fjöldi manns og mikil og góð stemmning.

Rithöfundurinn Eygló Jónsdóttir las 1. kafla bókarinnar Jólaævintýri Gloríu og fékk hver nemandi    sitt eintak af bókinni, hægt var að taka mynd af sér með höfundinum við sérstakan myndavegg og boðið var upp á veitingar eins og í öllum góðum útgáfuhófum.

Á aðventunni mun svo einn kafli Jólaævintýri Gloríu birtast á heimasíðu bókasafns Kópavogs á hverjum degi frá 1. – 24. desember.

Guðmunda Hr. Guðlaugsdóttir

Guðrún Geirsdóttir

Íris Stefánsdóttir

 

Posted in Fréttaflokkur.