Dagur íslenskrar tungu og upplestrarkeppnin kynnt

Miðstigið fékk kynningu í morgun hjá Kristínu deildarstjóra um Dag íslenskrar tungu 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hún kynnti einnig stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk sem hófst þann sama dag og lýkur í Salnum 26. mars. Þátttakendur í keppninni í fyrra, Steinunn Þóra sem lenti í 3. sæti, Erla Margrét sem fékk sérstakt hrós frá dómnefndinni og Kristín Þóra sem var varamaður, lásu ljóð fyrir nemendur. Nemendur á yngsta stigi fengu kynningu á Jónasi Hallgrímssyni hjá Guðmundu á bókasafninu í síðustu viku.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.