
Innritun 6 ára barna
Innritun 6 ára barna (árg. 2017) í grunnskóla hefst á þjónustugátt Kópavogsbæjar 6. mars og lýkur 14. mars 2023.
Innritun 6 ára barna (árg. 2017) í grunnskóla hefst á þjónustugátt Kópavogsbæjar 6. mars og lýkur 14. mars 2023.
Í tengslum við námsgreinina Karakter hjá Soffíu Weisshappel kennara fengu nemendur i 10. bekk fyrirlestur um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði. Bryndís Guðnadóttir frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VR, hélt fyrirlesturinn þar sem fjallað var um grunnhugtök í kjaramálum á borð við […]
Hið árlega lestrarátak á yngsta stigi „Lesum saman, korter á dag“ hófst formlega í dag á sal skólans. Þemað í ár er Bókasafnsráðgáta: Bók hefur horfið af bókasafni skólans! Á hverjum degi er hlustað á kafla úr bókinni Bókasafnsráðgátan. Eftir lesturinn […]
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara Matseðlar mars
Öskudagur var haldinn hátíðlegur einsog alltaf í Snælandsskóla. Yngsta stigið hittist í stofum hjá umsjónarkennurum, léku með dótið sitt, spiluðu, fóru í leiki, Kahoot, „Just Dance“ og fleira. Einn árgangur í einu fór síðan saman í gamla íþróttasalinn þar sem var […]
Nemendur i 5. bekk fóru í dag í heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Nemendur fengu fræðslu um vísindaleg málefni einsog himingeiminn, rafeindir, pendúla, segla og litrófið. Þau fengu einnig að prófa gagnvirk tæki og tól í Vísindasmiðjunni.
Á jafnréttisdeginum fengu nemendur fyrirlestur á myndbandi um það hvað mannréttindi eru og hvers vegna við þurfum á þeim að halda. Eftir það ræddu nemendur sín á milli um mikilvægi þess að allir eigi mannréttindi óháð því í hvaða aðstæðum þau […]
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 6:00-8:00 í fyrramálið, þriðjudag 7. febrúar. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða […]
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara Smellið á linkinn hér til að sjá matseðilinn: Matseðill febrúar
Í dag var Olweusardagur Snælandsskóla. Skólinn hefur unnið eftir áætlun Olweusar gegn einelti frá árinu 2002. Vinabekkir gengu um Fossvogsdalinn mót hækkandi sól og dagurinn helgaður vináttu. Nemendur mættu eftir jólafrí með vasaljós og tilbúnir í göngu.