Í dag var vorskóli Snælandsskóla sem er fyrir verðandi nemendur í 1. bekk og foreldra þeirra. Farið var yfir mikilvægustu skrefin þegar þau hefja skólagöngu næsta haust og þá þjónustu sem er í boði í skólanum. Nemendur hittu kennara og samnemendur sína, fengu hressingu í boði skólans og gerðu skemmtileg verkefni.