Mikka- og Mínuleikar 1. – 3. b og Vorleikar 4. – 7. b

Í morgun voru haldnir Mikka- og Mínuleikar hjá 1. – 3. b og Vorleikar 4. – 7. b. Nemendur röðuðu sér niður á stöðvar sem dreifðust út um alla skólalóð. Stöðvar í Mikka og Mínuleikum voru: Limbó, hindrunarhlaup og pokahlaup á gervigrasinu. Fótbolti á battavellinum, kassabílar, hreyfing á parísarvöllunum hjá kastalanum, pókó, krítar og slönguspil.

Á vorleikunum hjá 4.-7. b voru stöðvar á strandblaksvellinum og leikvellinum við aparóluna. Þar voru púttvöllur, hindrunarhlaup, spike ball, strandblak, hoppubelgur og langstökksleikur, folf, aparóla, snú snú og sippubönd, fótbolti og hoppubelgur. Mikil gleði og ánægja var með þennan skemmtilega dag.

 

Posted in Fréttaflokkur.