Útskrift 10. bekkjar og skólaslit hjá 1.- 9. bekk

Í gær útskrifaðist 10. bekkur og í morgun voru skólaslit hjá 1.- 9. bekk þar sem nemendur komu á sal og fóru síðan í heimastofur til að taka við vitnisburði vetrarins.

10. bekkjar útskriftin fór fram í sal skólans og var skipulögð dagskrá sem nemendur og starfsfólk sáu um. Magnea kvaddi nemendur með góðum orðum og þakkaði fyrir árin tólf sem hún hefur verið sem skólastjóri. Brynjar Marinó aðstoðarskólastjóri tekur við sem skólastjóri næsta haust. Sigrún Helga Thorlacius fór með frumsamið ljóð um skólagönguna. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og mestu framfarir í námi. Hrafnhildur Eva og Sigurður Sveinn fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og Guðjón Ingi og Gabriel Vranjes fengu viðurkenningar fyrir mestu framfarir í námi. Anna Dagbjört söng við undirspil Isabellu Huldar. Dagur Ari, Ragnhildur og Eva Björg litu yfir farin veg með skemmtilegum frásögnum úr skólalífinu. Brynjar aðstoðarskólastjóri sýndi myndband sem hann tók saman sem hann kallaði síðustu kennslustundina með heilræðum fyrir framtíðina. Foreldrar og nemendur gáfu kennurum gjafir sem þakklætisvott. Í lokin spilaði Helena Marín á klarinett.

Posted in Fréttaflokkur.