Skólahljómsveit Kópavogs setti vorhátíð Snælandsskóla í morgun og spilaði fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Síðan var æsispennandi skólahlaup Snælandsskóla og þar urðu í fyrstu þremur sætunum, Guðjón Ingi, Dagur Ari og Hilmar Ingi. Eftir það voru ýmsar stöðvar í boði foreldrafélagsins, karókí – andlitsmálun – BMX hjólasýning – kassabílar – hjólabraut – Kubbur – hoppukastali fyrir yngsta stig- lasertag fyrir nemendur í unglingadeild. Sirkus Ísland mætti með miklu fjöri og dagurinn endaði með æsispennandi fótboltaleik á milli kennara og nemenda í 10.bekk. Kennarar höfðu betur, skoruðu eitt mark gegn engu, 1-0. í lok skóladags fengu allir pylsur í boði foreldrafélagsins.