NÝJUSTU FRÉTTIR
Fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila
Mánudaginn 8. maí og miðvikudaginn 10. maí kl. 17:30-18:45 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila í Kópavogi með Heimili og skóla. Á mánudag fer fræðslan fram í Salaskóla en á miðvikudag fer hún fram í Smáraskóla. Hvernig get ég sem […]
Skólahreysti
Skólahreysti fór fram í Laugardalshöllinni í gær. Í Skólahreysti keppa nemendur grunnskóla landsins sín á milli í ýmsum greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Þeir sem kepptu fyrir hönd Snælandsskóla voru: • Andrea 9. bekk keppti í armbeygjum […]
Matseðill fyrir maí
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara
Litla upplestrarkeppnin
Uppskeruhátíð var hjá nemendum í 4. bekk í vikunni sem hafa verið að vinna að Litlu upplestrarkeppninni. Foreldrum var boðið að koma og horfa/hlusta á upplestur barnanna að morgni í salnum á þriðjudegi og fimmtudegi kl. 8.30 Nemendur lásu ýmist einir […]
Árshátíð unglingastigs
Unglingastigið var með árshátíð síðastliðinn miðvikudag. Árshátíðin var haldin um kvöldið, unglingarnir borðuðu með kennurum, horfðu á skemmtiatriði og skelltu sér síðan á dansleik í IGLÓ
Umhverfisdagurinn
Umhverfisdagurinn var haldinn í dag en hann er samkvæmt skóladagatali uppbrotsdagur þannig að fyrstu fjórar kennslustundir dagsins voru nemendur ekki í tímum samkvæmt stundaskrá heldur unnu þvert á skólann. Að þessu sinni unnu vinabekkir saman að umhverfisverkefnum. Vinabekkir hittust við inngang […]
Árshátíð miðstigs
Árshátíð miðstig var haldin í morgun með pompi og prakt. Nemendur úr 5, 6. 7. bekk voru dugleg að koma með skemmtiatriði. Þau voru á ýmsa vegu, myndbönd, dans og söngur. Í hádeginu fengu þau veislumat, snitzel sem er í miklu […]
Barnamenningarhátíð í Kópavogi
Barnamenningarhátíð í Kópavogi var sett í gær. Snælandsskóli á verk á sýningu á Bókasafni Kópavogs. Frjáls útsaumur nemenda í 8-10 bekk prýðir þar einn vegg. Nemendur völdu sér útsaumsspor og saumuðu myndir sem þeir teiknuðu.
Spurningakeppnin Sagan öll
Síðustu vikur hafa unglingarnir okkar verið að undirbúa sig fyrir keppnina, Sagan öll, undir stjórn Berglindar Bragadóttur kennara. Lokakeppni í spurningakeppninni fór fram í morgun. Tvö lið voru í úrslitum, í 10. bekk voru Helena, Sigrún Helga, Hilmir Þór, Fannar og […]
Á döfinni
Það er ekkert á döfinni