„Leggjum línurnar“

Meðfylgjandi mynd sýnir hluta af afrakstri vinnu 10. bekkinga í Snælandsskóla sem þeir hafa unnið að sl. tvær vikur fyrir páskafrí. Um er að ræða samstarf við Náttúrufræðistofu sem árið 2021 hlaut styrk úr Loftslagssjóði fyrir þetta loftslagsverkefni sitt „Leggjum línurnar.“ Tilgangurinn er að fræða nemendur um loftslagsmál, m.a. að vinna með raunveruleg gögn.
Myndin sýnir frávik meðalhitastigs í 9 mismundandi löndum frá árinu 1900 – 2022 sem 10. bekkingar lituðu eftir kúnstarinnar reglum eftir meðalhitastigi hvers árs (1 lína = 1 ár; blátt = kalt; rautt = heitt). Niðurstöðurnar er (óhugnanlega ?) skýrar. Heimur hlýnar!
Í lokin var leitast við að skapa tækifæri til valdeflandi samtals, ígrundunar og lausnaleitar hjá nemendahópunum.
Bjössi & Berglind

Posted in Fréttaflokkur.