NÝJUSTU FRÉTTIR
Jólakveðja
Starfsfólk Snælandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að sjá nemendur aftur þegar kennsla hefst að nýju föstudaginn 3. janúar 2025
Jólaskemmtun í Snælandsskóla
Jólaskemmtun Snælandsskóla var haldin með hátíðlegu sniði þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk nutu saman jólafagnaðar. Nemendur úr skólahljómsveit Kópavogs leiddi jólalögin sem skapaði hlýlega stemningu fyrir alla viðstadda. Nemendur á yngsta- og miðstigi buðu upp á fjölbreytt skemmtiatriði sem vöktu […]
Rithöfundar í heimsókn
Við fengum rithöfundana, Hildi Knútsdóttur og Bjarna Fritzson í heimsókn í vikunni og þeir sögðu nemendum frá nýjustu bókunum sínum. Hildur Knútsdóttir las fyrir unglingastigið en hún hefur nýlega gefið út bókina „Kasia og Magdalena”. Hún las upp úr henni ásamt […]
Jólafjör og jólamatur
Í morgun var jólafjör og jólahúfudagur á öllum stigum í skólanum, meðal annars var á dagskránni félagsvist ,jólakortagerð, jólaföndur, myndataka og margt fleira. Jólamatur og kræsingar voru á boðstólum fyrir nemendur skólans og starfsfólk. Boðið var upp á kalkún og gott […]
Jólasöngstund á sal
Jólasöngvar eru ómissandi hluti jólahátíðarinnar og skapa einstaka stemningu. Jólasöngstund var haldin á sal í gær og í dag undir stjórn Margrétar Thoroddsen, með öllum skólastigunum á mismunandi tímum, og sungnir voru vinsælir íslenskir jólasöngvar.
Hour of Code, forritað með vinabekkjum
Í dag var árlegt Hour of Code í skólanum þar sem forritað er með vinabekkjum í eina klukkustund. Eldri nemendur kenndu þeim yngri. Snælandsskóli skráir sig til þátttöku á hverju ári. Klukkustund kóðunar (Hour of Code) er ókeypis kynning á tölvunarfræði […]
Jólakaffihús á bókasafninu
Í vikunni var nemendum í 1.-4. bekk ásamt umsjónarkennurum boðið á jólakaffihús á bókasafni skólans. Unglingarnir lásu jólasögu fyrir nemendur og báru fram heitt súkkulaði og engiferkökur sem bakaðar hafa verið í heimilisfræði. Þetta var notaleg stund á aðventunni. Þetta er […]
Matseðill fyrir desember
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara.
Ræningjarnir í Matthíasarborg
Nemendur í 4. bekk sýndu leikritið Ræningjarnir í Matthíasarborg á þriðjudag og fimmtudag í vikunni. Margrét Th., Guðrún G., Íris og Agnieszka leikstýrðu hópnum. Nemendum í skólanum var boðið á sýningarnar báða dagana ásamt krökkum úr leikskólanum í hverfinu. Sýningar fyrir […]
Á döfinni
Það er ekkert á döfinni