Klukkað í kóðara , forritað með vinabekkjum

Í dag hélt Snælandsskóli árlegt Hour of Code – eða Klukkustund kóðunar – þar sem nemendur forrituðu með vinabekkjum í eina klukkustund. Eldri nemendur tóku að sér hlutverk kennara og leiðbeindu þeim yngri, sem skapaði einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt andrúmsloft.

Klukkustund kóðunar (Hour of Code) er ókeypis kynning á tölvunarfræði með fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum og myndböndum fyrir nemendur á öllum færnistigum. Snælandsskóli tekur þátt ár hvert og leggur mikla áherslu á að efla sköpunargleði og tæknilæsi.

Í ár var sérstök áhersla lögð á sköpun og gervigreind, og nemendur fengu að kynnast forritun á lifandi og hvetjandi hátt.

Á heimasíðunni https://hourofcode.com/us er hægt að velja verkefni á yfir 45 tungumálum. Til að einfalda aðgengi eru tenglar á viðeigandi efni á námsvef Snælandsskóla, þar sem nemendur geta haldið áfram að æfa sig og dýpka þekkingu sína.

Efnið er aðgengilegt á: www.namsvefur.weebly.com

Við hvetjum alla nemendur til að heimsækja námsvef Snælandsskóla og nýta sér það frábæra efni sem þar er í boði til forritunar og sköpunar.
Dagurinn heppnaðist afar vel – eins og alltaf!

Posted in Fréttaflokkur.