Bókakynning fyrir nemendur

Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn. Gunnar Helgason kom og kynnti nýjustu bók sína, Birtingur og símabannið mikla, fyrir miðstig. Hann las upp úr bókinni með sínum einstöku leikhæfileikum og heillaði nemendur.

Einnig komu Yrsa Þöll og Gunnar Theodór og kynntu bók sína Jólabókaormurinn fyrir yngsta stigið og lásu upp úr henni fyrir nemendur. Það mátti heyra saumnál detta í salnum. Nemendur voru einstaklega áhugasamir og til fyrirmyndar.

Posted in Fréttaflokkur.