Dagurinn byrjaði á jólaskemmtun á sal fyrir nemendur í 1.–3. bekk. Skólahljómsveit Snælandsskóla spilaði og nemendur fluttu fjölbreytt atriði. Helgileikur var sýndur af 2. bekk og nemendur í 1. og 3. bekk sungu jólalög.
Í framhaldi af því var jólaskemmtun í gamla íþróttasalnum þar sem jólasveinar komu í heimsókn. Dansað var í kringum jólatréð og foreldrar tóku virkan þátt í gleðinni.
Skólahljómsveit Snælandsskóla mætti síðan aftur síðar um morguninn og spilaði fyrir nemendur í 4.–7. bekk sem fluttu einnig atriði frá sínum bekkjum. Skemmtunin var afar fjölbreytt og skemmtileg að sjá hæfileikaríka nemendur njóta sín. Að því loknu var einnig jólaskemmtun í gamla íþróttahúsinu.
Unglingastigið fékk heimsókn frá rithöfundinum Arndísi Þórarinsdóttur sem las upp úr nýjustu bók sinni. Í kjölfarið voru haldin stofujól og jólakviss spilað við góðar undirtektir. Margrét Thoroddsen tónlistakennari og Kristín Pétursdóttir deildarstjóri stýrðu dagskránni af mikilli festu og fagmennsku.
Frábær dagur sem heppnaðist í alla staði einstaklega vel. Myndirnar tala sínu máli.











