Mikill metnaður var lagður í að skreyta hurðir skólans og tóku flestir nemendur þátt í verkefninu. Um var að ræða skemmtilegt og vel heppnað samvinnuverkefni þar sem lögð var sérstök áhersla á notkun endurunnins efnis við skreytingarnar.
Veitt voru þrenn verðlaun fyrir vandvirkni og fallegustu og skemmtilegustu hurðirnar. Sigurvegarar keppninnar voru bekkirnir 2., 7. og 9. b.


