NÝJUSTU FRÉTTIR
Matseðill fyrir desember
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara Smellið á linkinn hér fyrir neðan: Matseðill. Desember 2022
Gjöf til Bókasafns Kópavogs frá nemendum
Nemendur í 5.- 10. bekk Snælandsskóla gáfu Bókasafni Kópavogs taupoka að gjöf fyrir lánþega. Nemendur hafa unnið að þessu verkefni í textílmennt hjá Gunnlaugu kennara. Bókasafnið fékk um 70 stk til að dreifa í þetta sinn. Pokarnir eru unnir úr gömlum […]
Nýtt skóladagatal
Menntasvið hefur samþykkt breytingu á skóladagatali. Smellið á linkinn hér fyrir neðan til að kynna ykkur það. Nýtt skóladagatal 2022-2023
Leikskólinn í Álfatúni í heimsókn
Leikskólabörn og kennarar leikskólans í Álfatúni í Kópavogi komu í sína fyrstu heimsókn í vikunni til að kynna sér skólann. Kristín Pétursdóttir deildarstjóri yngsta stigs og 5. bekkingar tóku á móti hópunum. Þetta er liður í að tengja vinabekkina í skólanum […]
Jólaföndur foreldrafélagsins á laugardag
Næsta laugardag 26. nóvember kl. 11.- 14. 30 verður jólaföndurdagur foreldrafélagsins í skólanum. Það er löng hefð fyrir þessum viðburði í skólanum og það hefur verið alveg einstaklega vel að honum staðið af hálfu foreldrafélagsins og alltaf fullt hús út úr […]
Slökkviliðið heimsótti 3. bekk
Nemendur í 3. bekk fengu heimsókn frá slökkviliðinu í morgun kl. 8:30. Byrjað var á sal með allan hópinn þar sem m.a. var fjallað um eldvarnir og svo fengu krakkarnir að fara út að skoða bílana í minni hópum. Nemendur voru […]
Dagur Barnasáttmálans
Í dag var haldið upp á dag Barnasáttmálans á UNICEF-degi Snælandsskóla. Við fengum góða gesti frá Barnaheill og ungmennaráði UNICEF. Skólastigunum var skipt niður á þrjá staði þar sem fram fóru kynningar á vegum Barnaheilla og UNICEF. Eftir að því lauk […]
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu, afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar skálds, var haldinn hátíðlegur. Fyrir miðstigið fengum við góðan gest, Hlyn Þorsteinsson leikara, frá Bókafélaginu sem las upp úr nýjustu bók Davis Walliams, „Amma glæpon snýr aftur.“ Snædís og Elísa í 8. bekk lásu upp […]
Bebras áskorun
Í vikunni fór fram Bebras (bebras.is) áskorun sem er keppni í þrautalausnum. Bebras áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni. Það kostar ekkert að taka þátt og eru allir skólar hvattir til að […]
Á döfinni
-
Uppbrotsdagur/ Dagur mannréttinda barna
Miðvikudagur, 20 nóvember 2024
meiri upplýsingar