Freyr Eyjólfsson ræddi hringrásarhagkerfið við unglingastigið

Í morgun kom Freyr Eyjólfsson frá Sorpu í skólann og ræddi um flokkun og umhverfismál við unglingastigið í hátíðarsalnum. Freyr er þar þróunarstjóri Hringrásarhagkerfisins. „Hringrásarhagkerfið snýst um að nota auðlindir jarðarinnar betur og lengur. Fara ekki illa með verðmætin okkar. Vera ekki fáviti, bruðla og eyðileggja jörðina. Það helst í hendur að vera umhverfisvænn og hagsýnn,“ sagði Freyr í viðtali við Mbl.is í fyrra. Óhætt er að segja að hann hafi með haldið athygli og áhuga á þessu eilífðarverkefni með skemmtilegri frásögn og framkomu í morgun.

Posted in Fréttaflokkur.