NÝJUSTU FRÉTTIR
Skóli að hefjast …
Skólasetning verður þriðjudag 23. ágúst ásamt námskynningu fyrir foreldra. Kl. 8:30 2. og 3. bekkur, námskynning fyrir foreldra í heimastofu að lokinni skólasetningu á sal. Kl. 9:30 4.-6. bekkur, námskynning í heimastofu að lokinni skólasetningu á sal. Kl. 10:30 7.-8. […]
Gleðilegt sumar!
Starfsfólk Snælandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Sjáumst hress næsta haust! Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 20. júní til 3. ágúst.
Útskrift hjá 1.- 10. bekk
Útskrift fór fram dagana 8. – 9. júní hjá 1.- 10. bekk. Þetta er alltaf hátíðleg stund og þar sem nemendur kveðja kennarana sína og halda út í sumarið. Gaman að sjá hvað foreldrar voru duglegir að mæta með börnum sínum.
Grænfánahátíð
Grænfánahátið Snælandsskóli fékk í dag Grænfánann í níunda sinn en skólinn fékk hann fyrst fyrir nítján árum. Dagskráin í dag var ekki af verri endanum. Byrjað var á skrúðgöngu um hverfið með skólahljómsveitinni þar sem vinabekkir gengu saman. Síðan var afhending […]
Vorleikar
Mikið fjör og gleði var á vorleikum í Snælandsskóla í morgun. Hjá 7.- 9. bekk var gengið á tvo áfangastaði. Annar hópurinn gekk austur átt að Elliðaárrdalnum og hinn vestur í átt að Nauthólsvík. Farið var í leiki, vaðið, sullað og […]
Gönguferð um Kópavog
Sophie og Regína umsjónarkennarar í 4.bekk fóru með nemendur í göngu um austurbæ Kópavogs að skoða minjar, kennileiti, rústir og gömul bæjarstæði sem tengjast sögu Kópavogs. Einnig farið á staði sem tengjast álfatrú í Kópavogi.
Óvissuferð hjá 6. bekk
Farin var óvissuferð í morgun sem var skipulögð af Ragnheiði og Oddnýju umsjónarkennurum í 6. bekk. Nemendur voru nestaðir og veðrið með eindæmum gott. Farið var í leiki og notið náttúrunnar.
Skólaslit og útskriftir
Útskrift í 10. bekk verður þriðjudaginn 7. júní kl. 18:30. Skólaslit hjá 1. – 9. bekk verða miðvikudaginn 8. júní 1.-2. bekkur kl. 8.30 3.-4. bekkur kl. 9.30 5.-7. bekkur kl. 10.30 8.-9. bekkur kl. 11.30
Matseðill fyrir júní
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara Matseðill. Júní 2022
Á döfinni
Það er ekkert á döfinni