Forvarnaráætlun

Forvarnaráætlun

Í Snælandsskóla hefur markvisst verið unnið forvarnarstarf sem m.a.  felst í því að marka leiðir til að auka færni nemenda til þess að takast á við daglegt líf. Leitað hefur verið leiða til að efla sjálfstraust nemenda, félagslegan og siðferðilegan styrk, andlegan, sálrænan og líkamlegan þroska allt eftir áhuga þeirra, aldri og þroska. Frá 2020 hefur verið aukið við lífsleiknikennslu skólans og hefur einn kennari yfirumsjón með því starfi frá 7.-10. bekk. Í þessum kennslustundum er unnið með sjálfsmynd nemenda, markmið þeirra í námi og einkalífi, fjármálafræðslu og heilsueflingu auk þess sem unnið er með alls kyns rannsóknir og forvarnarefni.

Í Aðalnámsskrá er kveðið á um að skólar skuli koma sér upp forvarnaráætlun þar sem hugað er að andlegri – líkamlegri- og félagslegri vellíðan nemenda.

Forvarnaáætlun Snælandsskóla birtist í eftirfarandi áætlunum: