Áætlun um kynbundið ofbeldi og/eða kynferðislega áreitni

Kynbundin og /eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi.

22.grein jafnréttislaga

Kynferðisleg áreitni telst hvers kyns ósanngjörn eða móðgandi kynferðisleg hegðun, sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að skýrt sé gefið í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt atvik getur talist kynferðisleg áreitni, ef það er alvarlegt.

Kynbundin áreitni er hvers kyns ósanngjörn eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að skýrt sé gefið í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt atvik getur talist kynferðisleg áreitni, ef það er alvarlegt.

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs,  kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þolenda. Einnig teljast hótanir um slíkt ofbeldi, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis á grundvelli kynferðis, bæði í kynlífi og á opinberum vettvangi, til kynbundins ofbeldis.

Leiðir til að koma í veg fyrir kynbundna / kynferðislega áreitni

  • Skólastjórnendur senda út skýr skilaboð til starfsfólks þar sem starfsfólki er gert ljóst að slík hegðun sé ekki liðin og á henni verði tekið.
  • Fræðsla um samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni og einelti.
  • Starfsmönnum verði kynnt áætlun um það hvaða viðurlaga skuli gripið til ef starfsmaður verður uppvís að kynferðislegri / kynbundinni áreitni eða einelti.
  • Hópefli starfsfólks.

 

Aðgerðarlisti vegna gruns um kynbundna / kynferðislega áreitni.

  • Ef starfsmaður, nemandi eða foreldri telur á sér brotið með kynferðislegri eða kynbundinni áreitni í tengslum við skólastarfið ber að tilkynna það skólastjóra. Tilkynning skal vera skrifleg.
    • Sé brotið augljóst og mjög alvarlegt, er starfsmaður sendur í leyfi á meðan málið er rannsakað.
  • Skólastjóri rannsakar málið og ræðir við brotaþola og aðra þá er að málinu koma.
  • Skólastjóri metur hvers eðlis málið sé og tilkynnir málsaðilum niðurstöðu sína.
    • Ef ekki er um brot að ræða eru engin frekari viðbrögð.
    • Ef um minniháttar brot er að ræða, ræðir skólastjóri við starfsmann og veitir honum áminningu ef ástæða þykir til.
    • Ef um meiriháttar brot er að ræða eru viðbrögð skrifleg áminning eða brottrekstur úr starfi. Starfsmanni sem vikið hefur verið úr starfi meðan rannsókn málsins stendur yfir er veitt áminning og kemur aftur til starfa.
  • Skólastjóri skal gæta þess við alla vinnslu málsins að fylgja stjórnsýslulögum.

 

Aðgerðarlisti vegna gruns um kynferðislega misnotkun.

  1. Ef grunur vaknar um kynferðislega misnotkun á nemanda ber ávallt að tilkynna gruninn til barnaverndarnefndar sem sker úr um hvort grunur sé á rökum reistur.
  2. Barnaverndarnefnd fylgir málinu áfram til Barnahúss, ef það telur ástæðu til. Þar fær barn svokallað rannsóknarviðtal sem er greiningarviðtal og svo meðferð.
  3. Æskilegt er að funda með foreldrum viðkomandi nemanda u.þ.b. 3 mánuðum eftir að tilkynnt var um málið. Eftirmeðferð rædd.
  4. Best er að sem fæstir fái vitneskju um málið því slík mál eru mjög viðkvæm
  5. Ef starfsmaður skóla er grunaður um kynferðislega misnotkun er kært til lögreglu eða barnaverndarnefndar, allt eftir eðli máls og framhald málsins í þeirra höndum. Eðlilegt er að viðkomandi starfsmaður sé leystur frá störfum á meðan rannsókn fer fram.

Árleg verkefni vegna kynfræðslu og fræðslu um kynbundið ofbeldi í Snælandsskóla.

   
1.bekkur Kennarar og hjúkrunarfræðingur með fræðslu um einkastaði líkamans.

Hjúkrunarfræðingur með viðtöl. Líður þér illa nálægt einhverjum?

 

2.bekkur Krakkarnir í hverfinu. Heimsókn og brúðuleikhús. Boð um að skrifa bréf til brúðanna.

Bekkjarfundir helgaðir málefninu.

 

3.bekkur Hjúkrunarfræðingur kemur með fræðslu í kennslustund.

Myndband: Leyndarmálið-segjum nei og verkefni um hverjum nemendur treysta fyrir vondum leyndarmálum.

 

4.bekkur Lífsstílsviðtöl hjá hjúkrunarfræðingi. Líður þér illa nálægt einhverjum?

Bekkjarfundir helgaðir málefninu.

 

5.bekkur Lífsleikniteymi með markvissa kynþroskafræðslu. Rætt um kynþroska með tilliti til aldurs.

Sjálfsstyrking og að þora að segja nei.

Myndbönd: (Stattu með þér)

Hinseginfræðsla.

Hjúkrunarfræðingur með fræðslu um samskipti

Myndband: Tölum um ofbeldi.

Kynning á tilkynningarhnappi til Barnaverndar á spjaldtölvum nemenda.

 

6.bekkur Rætt um mörk, snertingu og að nei þýðir nei.

Lífsleikniteymi með sjálfsstyrkingu.

Hinseginfræðsla

Hjúkrunarfræðingur með fræðslu um kynþroskann og kynferðisofbeldi.

Kynning á tilkynningarhnappi til Barnaverndar á spjaldtölvum nemenda.

 

7.bekkur Lífsleikniteymi með markvissa kynþroskafræðslu.

Rætt um kynþroska með tilliti til aldurs.

Sjálfsstyrking.

Sambönd og kynfræðsla. Umræða um klám og ofbeldi.

Að þora að segja nei.

Hinseginfræðsla,

Myndbönd: Myndin af mér. Stattu með þér.

Hjúkrunarfræðingur með lífsstílsviðtöl. Líður þér illa nálægt einhverjum? Hefur þú orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu?

Kynning á tilkynningarhnappi til Barnaverndar á spjaldtölvum nemenda.

 

8.bekkur Hjúkrunarfræðingur – sjálfsmynd, samskipti og líðan og kynheilbrigði (2 skipti).

Áfram unnið með sjálfsmynd og hópþrýsting í tengslum við samskipti og mörk (1-2 skipti). Meðal annars efni af https://spjaldtolvur.kopavogur.is/kynheilbrigdi-og-unglingar-2/

Kynning á tilkynningarhnappi til Barnaverndar á spjaldtölvum nemenda.

 

9.bekkur Hjúkrunarfræðingur – fræðsla um kynheilbrigði (3 skipti) þar sem komið er inn á hvað sé kynferðisofbeldi.

Hjúkrunarfræðingur með lífsstílsviðtöl. Líður þér illa nálægt einhverjum? Hefur þú orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu?

Kynning á tilkynningarhnappi til Barnaverndar á spjaldtölvum nemenda.

 

10.bekkur Gestafyrirlestur: Þorsteinn Einarsson karlmennskan eða sambærileg fræðsla

Hjúkrunarfræðingur – ábyrgð á eigin heilsu

 

Umræða um mörk í samskiptum við aðra óháð kyni – byggt að einhverju leiti á verkefninu Sjúk ást https://sjukast.is/

Kynning á tilkynningarhnappi til Barnaverndar á spjaldtölvum nemenda.

 

Félagsmiðtöðin Igló Sjúk ást.

Aðgangur að fræðsluefni á skrifstofu

Tabú kvöld – þar sem unglingarnir geta spurt nafnlausra spurninga

 

Frístund Verkefni tengd vinnu með Barnasáttmálann https://www.barnasattmali.is/is/fyrir-born/verkefni/yngsta-stig/minir-einkastadir