NÝJUSTU FRÉTTIR

Sögustund í Asparlundi

Nemendur í 1. bekk fóru í ævintýraferð í Asparlund. Allir voru með vasaljós og var leitað eftir álfum. Í Asparlundi var hlustað á söguna um Borghildi álfkonu. Þegar kveikt var á blysi og krakkarnir sungu „Stóð ég úti í tungsljósi „birtist […]

Lesa meira

Fyrirlestur um eldfjöll og eldhræringar

Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og móðir barns í 5. bekk var með fyrirlestur í morgun fyrir nemendur í 5. bekk í sal skólans. Kristín fjallaði um eldfjöll, jarðhræringar og veðurstofuna. Nemendur voru mjög áhugasamir og margar spurningar dundu á henni. […]

Lesa meira

Jólaböll 1. – 7. bekkja

Jólaböll voru haldin í Snælandsskóla í dag undir stjórn Brodda, Margrétar Örnu, Margrétar R og Margrétar G Th. Hver árgangur mætti á ákveðnum tíma í Igló með sínum umsjónarkennara og dansaði í kringum tréð. Síðan fengu nemendur hátíðarmat. Nemendur og starfsfólk […]

Lesa meira

Jólahurðaskreytingakeppni Snæló

 Jólahurðaskreytingakeppni Snæló var haldin í annað sinn. Dómnefnd skipuðu Magnea skólastjóri og Agnes sérkennari sem gengu um skólann og kváðu upp sinn dóm. Hurð E4(9. bekkur) og C3 (4. bekkur) hlutu saman 1. sætis verðlaun og báru sigur úr býtum í […]

Lesa meira

Upplestur á sal skólans

Unglingarnir hlustuðu á upplestur í morgun á sal skólans úr bók Hallgríms Helgasonar Koma jól? Guðmunda las fyrir allt unglingastigið þessi skemmtilegu ljóð sem kveðast á við um bókina Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum.

Lesa meira

Jólakaffihús 9. og 10. desember

Nemendum í 1. – 4. bekk ásamt umsjónarkennurum er boðið á kaffihúsið. Unglingarnir lesa jólasögu fyrir gestina og bera fram kakó og engiferkökur sem bakaðar hafa verið í heimilisfræði. Þetta er notaleg stund á aðventu. Þetta er samvinnuverkefni heimilisfræði og skólasafns.

Lesa meira