NÝJUSTU FRÉTTIR

Hrekkjavaka

Í morgun var haldið upp á Hrekkjavöku, eða Halloween, eins og þessi forni írski siður er nefndur á ensku. Af því tilefni klæddu nemendur og starfsfólk skólans sig í alls konar búninga. Dagurinn byrjaði á söngstund kl. 8:40–9:00 hjá yngsta stigi. […]

Lesa meira

Veðurviðvaranir

Í dag, þriðjudag, hefur verið í gildi appelsínugul og gul veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, en þær hafa tekið breytingum samhliða nýjum spám. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær […]

Lesa meira

Steingervingur í Snæló!

Guðmunda okkar á bókasafninu kom aldeilis færandi hendi í náttúrufræðistofuna í Snælandsskóla. Þar var um að ræða forláta steingerving af fiski. Eftir dálítið grúsk í heimildum erum við nokkuð viss um að hér sé um að ræða tegundina Vinctifer copmptoni sem […]

Lesa meira

🎀 Bleiki dagurinn – 22. október 🎀

Á morgun, miðvikudaginn 22. október, verður Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Þá eru allir landsmenn hvattir til að klæðast bleiku og lýsa þannig skammdegið upp í bleikum ljóma – til stuðnings öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og […]

Lesa meira

8. bekkur býr til graskerspítsu fyrir hrekkjavöku 🎃

Krakkarnir í 8. bekk í heimilisfræði brugðu á það ráð með kennaranum að búa til  graskerspítsu nú þegar hrekkjavaka er handan við hornið. Í sameiningu tókst þeim að skapa bæði skemmtilega og bragðgóða pizzu sem setti haustlegt og hrekkjavökulegt yfirbragð á […]

Lesa meira

Gul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 12:00-22:00 í dag. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans. […]

Lesa meira

Gul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 11:00-16:00 í dag. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans. […]

Lesa meira