NÝJUSTU FRÉTTIR

Rithöfundar í heimsókn
Við fengum rithöfundana, Hildi Knútsdóttur og Bjarna Fritzson í heimsókn í vikunni og þeir sögðu nemendum frá nýjustu bókunum sínum. Hildur Knútsdóttir las fyrir unglingastigið en hún hefur nýlega gefið út bókina „Kasia og Magdalena”. Hún las upp úr henni ásamt […]

Jólafjör og jólamatur
Í morgun var jólafjör og jólahúfudagur á öllum stigum í skólanum, meðal annars var á dagskránni félagsvist ,jólakortagerð, jólaföndur, myndataka og margt fleira. Jólamatur og kræsingar voru á boðstólum fyrir nemendur skólans og starfsfólk. Boðið var upp á kalkún og gott […]

Jólasöngstund á sal
Jólasöngvar eru ómissandi hluti jólahátíðarinnar og skapa einstaka stemningu. Jólasöngstund var haldin á sal í gær og í dag undir stjórn Margrétar Thoroddsen, með öllum skólastigunum á mismunandi tímum, og sungnir voru vinsælir íslenskir jólasöngvar.

Hour of Code, forritað með vinabekkjum
Í dag var árlegt Hour of Code í skólanum þar sem forritað er með vinabekkjum í eina klukkustund. Eldri nemendur kenndu þeim yngri. Snælandsskóli skráir sig til þátttöku á hverju ári. Klukkustund kóðunar (Hour of Code) er ókeypis kynning á tölvunarfræði […]

Jólakaffihús á bókasafninu
Í vikunni var nemendum í 1.-4. bekk ásamt umsjónarkennurum boðið á jólakaffihús á bókasafni skólans. Unglingarnir lásu jólasögu fyrir nemendur og báru fram heitt súkkulaði og engiferkökur sem bakaðar hafa verið í heimilisfræði. Þetta var notaleg stund á aðventunni. Þetta er […]

Matseðill fyrir desember
Grænmetis- og ávaxtabar með öllum máltíðum Matseðillinn getur breyst án fyrirvara.

Ræningjarnir í Matthíasarborg
Nemendur í 4. bekk sýndu leikritið Ræningjarnir í Matthíasarborg á þriðjudag og fimmtudag í vikunni. Margrét Th., Guðrún G., Íris og Agnieszka leikstýrðu hópnum. Nemendum í skólanum var boðið á sýningarnar báða dagana ásamt krökkum úr leikskólanum í hverfinu. Sýningar fyrir […]

Jólaævintýri Gloríu
4. bekkur Snælandsskóla ásamt 4. bekk Salaskóla tók þátt í skemmtilegu samvinnuverkefni Bókasafns Kópavogs undir stjórn umsjónarkennara og kennara á skólasafni. Krakkarnir sendu inn tillögur að jólasögu sem rithöfundurinn Eygló Jóndóttir vann úr. Hún skrifaði jólasögu í 24 köflum upp úr […]

Slökkviliðið heimsótti 3. bekk
Fulltrúar slökkviliðsins komu í heimsókn í 3. bekk í morgun kl. 8.30 og var með fróðleik og fræðslu um brunavarnir. Byrjað var á að spjalla við allan hópinn í kennslustofunni, meðal annars var fjallað um brunavarnir heima og svo fengu krakkarnir […]

Á döfinni
Það er ekkert á döfinni