Uppskeruhátíð menntabúða var haldin í Vatnsendaskóla í gær. Þar kynntu nemendur úr öllum grunnskólum Kópavogs fjölbreytt og áhugaverð verkefni fyrir kennurum og starfsmenn bæjarins. Nemendur og kennarar þeirra höfðu lagt mikla vinnu í undirbúning kynninganna.
Yfir 200 kennarar og starfsmenn skóla sóttu menntabúðirnar. Sérstaklega vakti athygli hve nemendur voru fullir sjálfstrausts og gleði við kynningarnar. Alls voru fluttar 29 kynningar frá öllum skólastigum grunnskólans.
Kór Hörðuvallaskóla söng fyrir gesti í kaffisamsæti í lok dagsins og skapaði hátíðlega stemningu.
Nemendur Snælandsskóla tóku virkan þátt í hátíðinni með fjórar kynningar:
-
Nemendur í 9. bekk kynntu verkefni í ensku um Kanada.
-
Nemendur í 10. bekk kynntu verkefnið Veitingastaður.
-
ISAT-nemendur kynntu skemmtileg verkefni og hugmyndir sínar.
-
Nemendur í 6. bekk kynntu hugmyndavinnu og vinnslu á söngleiknum Aladdin.