Síðustu vikur hafa unglingarnir okkar unnið hörðum höndum að undirbúningi fyrir spurningakeppnina Sagan öll, undir stjórn Berglindar Bragadóttur samfélagsfræðikennara. Lokakeppnin fór fram í morgun með mikilli spennu og keppnisanda.
Tvö lið kepptu til úrslita – annað úr 9. bekk og hitt úr 8. bekk. Í 9. bekk voru keppendur Kristín Edda, Hrafnhildur, Tinna, Kári Jan og Ólafur B. Í 8. bekk kepptu Aleksander Jakub, Héðinn, Svava og Örlygur.
Keppnin var jöfn og spennandi, en það voru lið 8. bekkjar sem stóðu uppi sem sigurvegarar – í fyrsta sinn í sögu keppninnar! Stigaverðir og meðdómarar voru kennararnir Björn Gunnarsson og Anna Sigrún Jónsdóttir.
Innilega til hamingju allir þátttakendur – sérstaklega sigurliðið!
Verðlaun voru veitt fyrir 1.–4. sæti:
🥇 1. sæti: Aleksander Jakub, Héðinn, Svava og Örlygur – 8. bekk
🥈 2. sæti: Kristín Edda, Hrafnhildur, Tinna, Kári Jan og Ólafur B. – 9. bekk
🥉 3. sæti: Erla, María, Hrönn og Steinunn – 8. bekk
🏅 4. sæti: Þuríður, Þórunn, Gyða, Viktoría og Kristín Emelía – 9. bekk