Núvitundarganga í Fossvogsdalnum

Í Karakter í dag fóru nemendur 9.bekkjar í núvitundargöngu í Fossvogsdalnum. Núvitund er leið til að efla vellíðan með því að beina athygli að líðandi stund, hugsunum, líðan og hlusta á líkamann. Markmið kennslustundarinnar að taka slaka á og taka eftir því sem gerist í kringum okkur. Lagt var upp með gönguferð án samtals og snjalltækja þar sem nemendur horfðu, hlustuðu og lyktuðu af náttúrunni og því sem þeir upplifðu á leiðinni. Fyrir suma var þetta mikil áskorun á meðan aðrir voru móttækilegri fyrir áskoruninni. Við hvetjum alla til að prófa!!!

Soffía H. Weisshappel kennari í Karakter

Posted in Fréttaflokkur.