Gul veðurviðvörun

Í gildi er gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu fram eftir degi. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans.

 

Við biðjum foreldra að kynna sér leiðbeiningar frá almannavarnanefnd en þar kemur m.a. fram að forsjáraðilar meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og þurfa þeir að fylgjast með tilkynningum frá íþróttafélögum vegna þess og sækja þá börn í skólann eða frístund ef íþróttastarf eða aðrar tómstundir falla niður.

 

Eins og staðan er núna teljum við óhætt að nemendur fari sjálfir heim eða í tómstundir eftir skóla, ef þeir eru vanir því, en ef foreldrar óska eftir því að þeirra börn verði EKKI send sjálf heim eða með tómstundarútu þá þarf að hafa samband við ritara eða Frístund, eftir því hvaðan þau eiga að fara, og láta vita af því.

 

Leiðbeiningar frá almannavarnanefnd https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-IS-011122.pdf

Leiðbeiningar á ensku https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-EN-241122.pdf

Leiðbeiningar á pólsku https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-PL-241122.pdf

Posted in Fréttaflokkur.