Foreldrafélag skólans bauð upp á fyrirlestur fyrir nemendur í 5.-10. bekk í sal skólans í morgun. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, ræddi við nemendur um sjálfsvitund, persónulegan vöxt, markmiðasetningu, venjur, gildismat og margt annað. „Hver vil ég vera?“ var yfirskrift fyrlestrarins og Höskuldur veitti innsýn í eigin reynslu í því skyni að fá nemendur til að endurspegla lífsaðstæður sínar, væntingar og drauma og þannig fengið innblástur til afreka. Frábært framtak hjá foreldrafélagi skólans.