Þriðjudaginn 24. okt verður kvennaverkfall í samfélaginu og því mun fylgja töluverð röskun á skólastarfi. Upplýsingar um skipulag dagsins í skólanum hefur verið sent til foreldra í gegnum Mentor.
Á miðvikudag verður foreldraviðtalsdagur og engin kennsla þann dag. Krakkaland er opið frá 8:00-17:00 þann dag en nauðsynlegt er að skrá börn sérstaklega sem eiga að vera í frístund þennan dag.
Vetrarfrí verður svo fimmtudag og föstudag, þá daga verður lokað í frístund.
Við vonum að allir hafi það gott í vetrarfríinu en kennsla hefst að loknu fríi skv. stundatöflu mánudaginn 30. október.