Foreldraviðtöl og vetrarfrí

Miðvikudaginn 25. október verður foreldraviðtalsdagur og hann nýttur til viðtala við nemendur og foreldra sem ekki hafa mælt sér mót við kennara á öðrum tímum.
Í foreldraviðtölum í október ætlum við að prófa fyrirkomulag sem kallast nemendastýrð viðtöl. Hugmyndin er að nemandinn geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar hann er staddur, hvert hann stefnir og hvað er góður árangur. Nemendur munu vinna kynningar í samráði við kennarana sína og flytja síðan kynninguna með hjálp umsjónarkennara. Engin kennsla verður þann dag.
Fimmtudaginn og föstudaginn (26. og 27. október) verður vetrarfrí en kennsla hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 30. október.
Einnig viljum við minna foreldra á að fara í gegnum óskilamuni þegar þeir mæta í skólann. Óskilamunir sem ekki verða sóttir verða gefnir Rauða krossinum eða notaðir fyrir nemendur innan skólans.
Posted in Fréttaflokkur.