Ronja Ræningjadóttir

Nemendur í 5. bekk í Listaflæði sýndu Ronju Ræningjadóttur á þriðjudag og fimmtudag í síðustu viku. Kennararnir Margrét Th., Sophie Webb og Berglind Bragadóttir leikstýrðu hópnum. Nemendum í 1. til 4. bekk var boðið á forsýningar báða dagana. Foreldrasýningar voru sömu daga, síðar um daginn. Nemendur skiluðu þessu frábærlega vel og stóðu sig vel á sviðinu. Boðskapur sögunnar fjallar um það hvernig vináttan sigrast á deilum og fordómum.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.