Föstudaginn 15. september var haustdagurinn haldinn í skólanum á degi íslenskrar náttúru. Umsjónarkennarar ásamt öðrum starfsmönnum á hverju stigi skipulögðu dagskrá fyrir sitt stig. Á yngsta stiginu var farið í stöðvavinnu á leikvellinum við skólann. Nemendur á miðstigi fóru á Víghól og farið var í leiki, álfarnir heimsóttir, útsýnisskífan skoðuð og nesti borðað. Nemendur á unglingastigi fóru í ratleik á Borgarholtinu og nágrenni. Allir létu vel af þessu og veðrið var mjög gott til útiveru. Hér má sjá myndir frá deginum.