Umhverfisdagurinn

Umhverfisdagurinn var haldinn í dag en hann er samkvæmt skóladagatali uppbrotsdagur þannig að fyrstu fjórar kennslustundir dagsins voru nemendur ekki í tímum samkvæmt stundaskrá heldur unnu þvert á skólann. Að þessu sinni unnu vinabekkir saman að umhverfisverkefnum. Vinabekkir hittust við inngang yngri nemenda (vinabekkja) og plokkuðu á svæðum sem kennarar fóru yfir í byrjun skóladags. Hver hópur fékk einn poka í hverjum lit til að flokka rusl: rauður – plast; blár – pappír; glær – almennt sorp. Ruslapokum var síðan safnað saman í „ruslafjall“ fyrir framan aðalinngang. Eftir frímínútur og nesti fóru sömu vinahópar í myndaratleik sem bar yfirskriftina: Náttúran í myndum.

Posted in Fréttaflokkur.