Árshátíð miðstigs

Árshátíð miðstig var haldin í morgun með pompi og prakt. Nemendur úr 5, 6. 7. bekk voru dugleg að koma með skemmtiatriði. Þau voru á ýmsa vegu, myndbönd, dans og söngur. Í hádeginu fengu þau veislumat, snitzel sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gleðin var við völd.

Posted in Fréttaflokkur.