Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi fór fram í Salnum í gær. 7. bekkingar úr öllum skólum Kópavogs lásu. Kári Jan og Kristín Edda kepptu fyrir hönd Snælandsskóla. Kristín Emilía var varamaður Kára og Kristínar Eddu og stóð eins og klettur með þeim allan tímann. Fór það á endanum svo að Kristín Edda fékk 2. sætið. Kópavogsskóli vann keplnina að þessu sinni og Salaskóli varð í 3. sæti. Óskum öllum þessum frábæru krökkum til hamingju og við erum einstaklega stolt af okkar krökkum.