Gleðilega páska!

Skólastarfi fyrir páskaleyfi lauk núna um hádegi með vel heppnuðum heilsudegi og langþráðri Viðars pizzu í hádegismatinn. Þar með var botninn sleginn í afar annasama viku þar sem settar voru upp 6 leiksýningar og  nemendur í 10. bekk héldu vel heppnað páskabingó. Auk þess stóð skólinn fyrir afar vel sóttum menntabúðum fyrir kennara í Kópavogi síðastliðinn mánudag.

Skólastarf að loknu páskaleyfi hefst þriðjudaginn 11. apríl samkvæmt stundaskrá og vonandi fgetum við þá líka fagnað batnandi veðri og vorkomu.

Bestu óskir til ykkar allra um gleðilega páska.
Skólastjórnendur.

Posted in Fréttaflokkur.