Í dag var heilsudagur í skólanum. Vinabekkir fóru saman milli stöðva og var dagskráin fjölbreytileg og áhersla á samveru og hreyfingu. Þægilegt og gott skipulag sem gekk út á að vera 15 – 20 mínútur á hverri stöð. Stöðvahringurinn voru 6 stöðvar, spilastund, Just dance (hreyfing í matsal), póstahlaup á gervigrasinu, boðhlaup, núvitund í Asparlundi og keilur í íþróttasal. Eftir það var nemendum og starfsfólki boðið uppá pítsu a la Viðar. Allir fóru með bros á vör í páskafrí.