Uppskeruhátið menntabúða grunnskóla

Uppskeruhátíð menntabúða grunnskóla fyrir kennara var haldin í gær í Snælandsskóla. Að þessu sinni sameinuðust Kársnesskóli og Snælandsskóli um að halda menntabúðirnar. Mikill fjöldi kennara úr Kópavogi mætti á vel heppnaðar menntabúðir. Þeir skoðuðu hvað nemendur úr grunnskólum bæjarins hafa verið að gera með aðstoð tækninnar, ásamt nýjungum og námsfjölbreytni. Veitingar voru ekki að verri endanum og allir voru leystir út með óvæntri gjöf sem fyrirtæki styrktu; A4 gaf endurunna penna og bók, við fengum súkkulaði frá Omnom, poka frá Garra og drykk frá MS. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir stuðninginn.

 

Posted in Fréttaflokkur.