Söngleikurinn Mamma Mía

Söngleikurinn Mamma Mía hjá 6. bekk var sýndur í vikunni fyrir starfsfólk, nemendur, verðandi nemendur frá leikskólanum Furugrund og foreldra. Stífar æfingar hafa verið undir stjórn Berglindar og Margrétar kennara. Þeim til aðstoðar hafa verið kennarar og stuðningsfulltrúarnir, Gréta, Oktavía, Herdís, Guðný og Karítas. Nemendur stóðu sig með prýði og söngurinn ómaði um skólann. Flottir nemendur í Snælandsskóla.

Posted in Fréttaflokkur.