Stóra upplestrarkeppnin í Snælandsskóla

Hápunktur stóru upplestrarkeppninnar í Snælandsskóla var í þessari viku. Á mánudaginn var lásu frábæru nemendur 7. bekkja í tveimur hópum textabrot og ljóð að eigin vali. Úr hópi 1 voru það Kristín Edda, Ólafur og Þórunn svo komust áfram og úr hópi 2 voru það Kári Jan, Kristín Emilía og Þorbjörg sem komust áfram. Þau lásu svo á lokahátíðinni hjá okkur föstudaginn 17. mars þar sem dómaranna beið það erfiða hlutverk að fá bara að velja 2 lesara og einn til vara. Það fór svo að lokum að Kári Jan og Kristín Edda voru valin til að lesa fyrir hönd Snælandsskóla í Salnum þann 13. apríl og Kristín Emilía til vara. Ólafur, Þorbjörg og Þórunn stóðu sig einnig frábærlega.

 

Meðfylgjandi myndir eru af okkar frábæra 7. bekk og kennurunum þeirra, Hrund og Styrmi og dómurunum sem að þessu sinni voru íslenskukennarar á unglingastigi, Ásta, Elsa og Hafdís, Guðmunda af bókasafninu auk Ariane, Elísu og Snædísar sem eru nemendur í 8.b sem tóku þátt í keppninni í fyrra. Þess má geta að Snædís vann keppnina í Kópavogi í fyrra. Við óskum þeim Kára Jan, Kristínu Eddu og Kristínu Emilíu til hamingju og góðs gengis í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi þann 13. apríl.

   

 

Posted in Fréttaflokkur.