Sigrún Eldjárn á lokahátíð Lesum saman

Lokahátíð  Lesum saman á yngsta stigi var í sal skólans í morgun. Allir bekkir náðu að leysa bókasafnsráðgátuna, þ.e. hvaða bók hvarf af bókasafni skólans. Það var bókin Bétveir eftir Sigrúnu Eldjárn!

Sigrún mætti til okkar og tók á móti sendingu frá póstinum sjálfum, kassa merktum bókasafni Snælandsskóla. Viti menn, þar var horfna bókin!

Bétveir sjálfur var með Sigrúnu sem sagði okkur frá bókinni um Bétvo, sýndi myndir og kynnti þekktar persónur úr bókunum sínum.

Einnig talaði hún um mikilvægi lestrar og hversu gaman það er að lesa  alls konar stellingum, til dæmis með fætur upp í loft!

Verðandi fyrstu bekkingar frá Grænatúni voru í skólaheimsókn og fengu að fylgjast með.

Posted in Fréttaflokkur.