Jafnréttisdagurinn

Á jafnréttisdeginum fengu nemendur  fyrirlestur á myndbandi um það hvað mannréttindi eru og hvers vegna við þurfum á þeim að halda. Eftir það ræddu nemendur sín á milli um mikilvægi þess að allir eigi mannréttindi óháð því í hvaða aðstæðum þau er. Þau eru alþjóðleg og gilda alltaf, alls staðar. Því er mikilvægt að standa vörð um réttindi sín og annarra. Í skólanum eru töluð 29 tungumál. Því voru unnin skemmtileg verkefni tengt tungumálunum og nemendur gerðu hjartarvegg með jákvæðum orðum einsog vernd, virðing, vinátta, ást og von, á 29 tungumálum og gerðu vegg með fánum þar sem þessi tungumál eru töluð. Mikil samvinna nemenda einkenndi skólabraginn í morgun.

 

Posted in Fréttaflokkur.