Appelsínugul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 6:00-8:00 í fyrramálið, þriðjudag 7. febrúar. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með nýjustu veðurspám á vedur.is þar sem þær geta breyst hratt án þess að þær verði uppfærðar á heimasíðu eða facebook síðu skólans.

Við biðjum foreldra að kynna sér leiðbeiningar frá almannavarnanefnd en þar kemur m.a. fram að forsjáraðilar meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í skóla. Forsjáraðilar þurfa að hafa í huga að einhver röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs ef það tefst að fullmanna skólann.

 

Leiðbeiningar frá almannavarnanefnd https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-IS-011122.pdf

Leiðbeiningar á ensku https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-EN-241122.pdf

Leiðbeiningar á pólsku https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2023/02/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-PL-241122.pdf

Posted in Fréttaflokkur.