Grænfánahátíð

Grænfánahátið Snælandsskóli fékk í dag Grænfánann í níunda sinn en skólinn fékk hann fyrst fyrir nítján árum. Dagskráin í dag var ekki af verri endanum. Byrjað var á skrúðgöngu um hverfið með skólahljómsveitinni þar sem vinabekkir gengu saman. Síðan var afhending Grænfánans í gamla íþróttasalnum. Nemendur í umhverfisráði, Hektor og Emma K. í 10. bekk tóku á móti fánanum. Síðan var farið út og Grænfáninn var dreginn að húni. Í tilefni dagsins fengu allir grænan frostpinna. Allir nemendur söfnuðust aftur inn á íþróttasal í söngstund undir stjórn Möggu. Þórunn, Vanessa og Emelía í 6. Bekk – sigurvegarar söngkeppni miðstigs – fluttu sigurlagið sitt. Í lokin kom svo leynigestur sem var enginn annar enn Wally trúður sem skemmti nemendum á stórkostlegan hátt. Árlegur fótboltaleikur 10. bekkinga og kennara/starfsfólks fór fram á gervigrasinu og höfðu kennarar betur í þeim leik. Dagurinn endaði úti á grilluðum pylsum í boði skólans fyrir starfsmenn og nemendur.

 

Posted in Fréttaflokkur.