Vorleikar

Mikið fjör og gleði var á vorleikum í Snælandsskóla í morgun.

Hjá 7.- 9. bekk var gengið á tvo áfangastaði. Annar hópurinn gekk austur átt að Elliðaárrdalnum og hinn vestur í átt að Nauthólsvík. Farið var í leiki, vaðið, sullað og nesti borðað úti í náttúrunni.

Hjá 4. – 6. bekk voru átta stöðvar settar upp á gervigrasvellinum.

Hjá 1. – 3. bekk voru „Mikka og Mínuleikar“ með átta stöðvum þar sem nemendur fóru á milli.

Posted in Fréttaflokkur.