BÓKASAFNSRÁÐGÁTAN

Lestrarverkefni á miðstigi: Bók hefur horfið af bókasafni skólans.Til að finna bókina þarf að leysa ráðgátu. Lesnir voru ýmsir textar og fengu nemendur á hverjum degi spurningar úr textunum.

Svarið við spurningunum þurfti síðan að sannreyna með því að opna lás á „BreakOut“ boxi á bókasafni skólans. Í boxinu voru vísbendingar að lausn ráðgátunnar.

Nemendur komu saman í sal skólans í lokin og opnuð voru umslög frá nemendum sem innhéldu lausn ráðgátunnar.

Í lokin kom svo óvæntur gestur, Gunnar Helgason rithöfundur sem fór á kostum og var fagnað eins og stórstjörnu.

Posted in Fréttaflokkur.