Nemendur í 3. bekk á yngsta stigi sýndu söngleikinn Dýrin í Hálsaskógi á sal skólans í gær og í dag fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Þetta sígilda barnaleikrit hefur góðan boðskap um vináttu og tillitsemi, sem snýst um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Nemendur skiluðu þessu frábærlega vel og óhætt er að segja að þarna leynast hæfileikar sem hægt er að virkja. Leikstjórar voru Margrét Th., Sophie og umsjónarkennarar þeirra, Aðalheiður og Guðný Waage. Auk þess máluðu skólaliðarnir Ríta, Renata og Magdalena og Kristín stuðningsfulltrúi alla leikendur. Leiksýningar voru því sex talsins.