Kynning frá Skólahljómsveit Kópavogs

Í dag þriðjudaginn 4. maí komu Jóhann Björn og Sigurjón frá skólahljómsveit Kópavogs með nemendur úr Snælandsskóla og kynntu starf hljómsveitarinnar og hljóðfærin sem hægt er að fá að læra á.

Þessi kynning er haldin árlega fyrir 3. bekkinga sem geta sótt um að komast í Skólahljómsveitina og byrjað að æfa á hljóðfæri strax í 4. bekk. Nemendurnir okkar voru mjög flott að kynna sín hljóðfæri og spiluðu tóndæmi fyrir mjög áhugasama 3. bekkinga. Verða örugglega einhverjir úr þeim hópi sem við sjáum á kynningu að ári fyrir næsta hóp 3. bekkinga.

Posted in Fréttaflokkur.