Í morgun var dönskukennslan úti í blíðviðrinu og voru nemendur að æfa munnlega dönsku. Verkefnið heitir „Hverjir eru framtíðardraumar þínir“. Nemendur sátu á móti hvor öðrum og spjölluðu á dönsku og færðu sig síðan til hliðar til að tala við næsta mann. Við erum með sendikennara frá Danmörku sem hefur verið síðustu viku að koma inn í kennslustund hjá Gurý og verður hjá okkur næstu vikurnar.