Hinn árlegi Umhverfisdagur var haldinn hátíðlegur á í dag. Þetta er skv. skóladagatali uppbrotsdagur þannig að fyrstu 4 kennslustundir dagsins voru nemendur ekki í tímum skv. stundaskrá heldur að vinna þvert á skólann. Að þessu sinni unnu vinabekkir saman að umhverfisverkefnum.
Það var farið í fugla- og lífveruskoðun í dalinn fyrir frímínútur og eftir frímínútur fóru allir út að plokka og flokka eins og enginn sé morgundagurinn hér í nágrenni skólans.