Menntabúðir

Menntabúðir í Snælandsskóla voru haldnar í skólanum í gær fyrir kennara í Kópavogi og víðar, með áherslu á að kynna nýja kennsluhætti sem teknir voru upp í skólanum í vetur. Eitt verkefnanna gengur undir nafninu Flæði og snýr að þemavinnu á miðstigi. Auk þess voru kynnt í stofum verkefni í heimilisfræði, textílmennt og myndmennt og opið hús var hjá kennurum í Karakter (velferðarkennsla á unglingastigi) og Skjólinu sem er hugleiðslu- og slökunarrými nemenda skólans. Smáforritin Evolytes og Mussila voru einnig kynnt. Menntabúðir hófust með kynningu á Flæði sem Brynjar Marinó Ólafsson aðstoðarskólastjóri flutti á sal skólans, þar sem kaffiveitingar voru einnig í boði. Í kjölfarið voru kennarar og nemendur á miðstigi til taks í stofum þar sem þeir sýndu og kynntu vinnu vetrarins. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og voru skólanum til fyrirmyndar.

 

Posted in Fréttaflokkur.